Síðasti dagur lögreglumanns í Búðardal?

0
1260

bdl_engin_logga-328x208Segja má að dagurinn í dag 28.febrúar 2011 sé svartur dagur fyrir Dalabyggð þar sem þetta mun vera síðasti dagurinn sem Dalamenn og nærsveitungar geta reitt sig á að lögreglumaður sé til taks í Búðardal. Frá og með morgundeginum mun sá lögreglumaður sem haft hefur fasta viðveru í Búðardal hætta störfum og skv. heimildum mun lögreglubifreiðinni sem hann hefur haft til umráða verða skilað.

Húsnæðið sem hýst hefur Lögregluna í Búðardal í áratugi mun þó ekki verða skilað strax þar sem samkvæmt núgildandi reglugerð frá árinu 2007 skal vera varðstöð lögreglu í Búðardal. En skv. upplýsingum stendur til að breyta þeirri reglugerð svo hægt verði að skila því húsnæði.