Unglingur stal bíl og skemmdi lögreglubifreið

0
1363

logreglan_net-211x140Greint er frá því á vef Morgunblaðsins í dag að lögreglumaður á bakvakt hafi í fyrradag, handtekið 14 ára pilt sem stolið hafði bifreið á sveitabæ í nágrenni Búðardals. Pilturinn hafi verið í vistun á bænum en hafi ætlað að strjúka úr vistinni. Hafi hann tekið bíl traustataki í því skyni en endað för sína ofan í skurði. Þegar lögreglumaður hafi komið á vettvang til þess að handsama piltinn hafi pilturinn náð að skemma lögreglubifreiðina með því að kasta grjóti í framrúðu hennar og sparka í hana. Piltinum mun hafa verið komið fyrir hjá Barnaverndaryfirvöldum í Reykjavík.

Einnig er greint frá þessu á vef Skessuhorns, þaðan sem Morgunblaðið fær þessa frétt í upphafi.

Frétt Skessuhorns.

Frétt Morgunblaðsins.