Lögðu hald á skotvopn í Búðardal

0
1354

haglabyssa-183x105Lögreglan í Borgarfirði og Dölum stöðvaði í gærkvöldi för rúmlega þrítugs ökumanns og  er hann talinn hafa verið undir áhrifum fíkniefna.  Í bíl hans fundust haglaskot en viðkomandi er ekki með byssuleyfi.

Einnig fannst landaflaska í bílnum.  Við leit á heimili hans í Búðardal fannst óskráð haglabyssa sem hann kvaðst eiga, ásamt nokkrum tugum haglaskota.  Lagði lögreglan hald á haglabyssuna og skotfærin.  Talið er að byssunni hafi verið stolið í innbroti í heimahús á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum síðan.  Að lokinni skýrslutöku af manninum á lögreglustöðinni í Búðardal var honum sleppt.

Fréttin er tekin af www.mbl.is

Frétt Vísis um málið hér.