Mats leggur til ljósmyndir

0
1408

Screen Shot 2015-12-17 at 05.22.54Flestir ef ekki allir Dalamenn kannast við nafnið Mats Wibe Lund, en Mats hefur verið einn ötulasti ljósmyndasmiður landsins um árabil. Ófáir Dalamenn eiga uppi á vegg hjá sér ljósmyndir úr Dölum teknar af Mats. Nú hefur Mats verið svo örlátur við eigendur síðunnar og leyft þeim að birta allar ljósmyndir sem hann hefur tekið í Dalasýslu í gegnum árin hér á síðunni.