Dalamenn með fulltrúa í söngvakeppni Sjónvarpsins

0
1635

hallir-250x381Valin hafa verið 12 lög til að taka þátt í undakeppni söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir árið 2013. Segja má að Dalamenn eigi fulltrúa í keppninni annað árið í röð en það er Haraldur Reynisson eða Halli Reynis sem er Dalamönnum að góðu kunnur en Halli hefur verið með annan fótinn í Dölum frá unga aldri og er einn af tengdasonum Dalanna.

Að þessu sinni verða haldin tvö undanúrslitakvöld eða föstudagskvöldið 25.janúar og laugardagskvöldið 26.janúar næstkomandi. Halli mun stíga á stokk þann 26.janúar eða á sama tíma og Laxdælingar halda sitt árlega þorrablót í Dalabúð.

Halli flytur eigið lag og texta sem heitir Vinátta en honum til aðstoðar í bakröddum er Daladóttirin Dallilja Sæmundsdóttir frá Tungu í Hörðudal og Elínrós Benediktsdóttir Reykjavíkurmær.

Aðrir sem spila með Halla í laginu eru:  Jón Ingólfsson á bassa, Börkur Hrafn Birgisson á rafgítar, Erik Qvick á trommur og Daði Birgisson á hammond orgel.

Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan en einnig má hlusta á lagið og önnur lög í keppninni á vef RÚV ásamt því að fá nánari upplýsingar um aðra keppendur.

{audio}vinatta_hallireynis.mp3{/audio}
Vinátta – Halli Reynis

Skoða vef söngvakeppninnar hjá RÚV.