Viðtal við Jens H.Nielsen f.v sóknarprest

0
1952

Screen Shot 2015-12-17 at 05.28.42Á aðfangadag þann 24.desember 2011 ræddi Þorgeir Ástvaldsson, Dalamaður og dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni við Jens H.Nielsen fyrrverandi sóknarprest í Hjarðarholtsprestakalli um jólin og jólahald í Danmörku en Jens býr í dag í bænum Oddense skammt frá Skive á Jótlandi þar sem hann starfar sem sóknarprestur í lítilli sókn.

Fyrir þá sem ekki muna var Jens fyrstur presta hér á landi til að fá leyfi til að halda svokallaða „rokkmessu“ og muna viðstaddir vel eftir því þegar Jens svipti sig hempunni í miðri messu í Stóra-Vatnshornskirkju um árið og hengdi á sig rafmagnsgítarinn og rokkaði svo út messuna ásamt fleira tónlistarfólki úr Dölum.

Mikil eftirsjá var af Jens úr sókninni en hann var afar vel liðinn í Dölum og þóttu ræður hans oft á tíðum með eindæmum skemmtilegar.  Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á Þorgeir ræða við þennan fyrrum Dalamann.

{audio}mp3/jensnielsen_23122011.mp3{/audio}