Þorrakórinn í Dölum

0
1523
Ljósmynd: Lyngbrekka.is
Þorrakórinn

Þorrakórinn í Dalabyggð var stofnaður að Staðarfelli þann 4.febrúar árið 1962. Í dag eru um það bil 25 manns í kórnum. Á árum áður þegar Ragnar Ingi Aðalsteinsson bjó í Dölum voru farnar reglulegar Þorrakórs ferðir. Í þessum ferðum var ætíð mikil gleði og gaman. Ragnar Ingi hefur ritað og haldið utan um ferðasögur Þorrakórsins og er ætlunin að birta þær sögur og þær stökur sem búnar voru til í ferðinni, en yfirleitt urðu vísurnar og stökurnar búnar til á staðnum.

Unnið er að því að skanna inn ferðasögur Þorrakórsins og er vonast til þess að geta birt fyrstu útgáfuna hér á síðunni í júní 2012.