Ábrestir – Hljómsveit

0
2160
Ábrestir - Hljómsveit 2004

Stórhljómsveitin ÁBRESTIR, hugsanlega besta hljómsveit í heimi, var stofnuð undir því nafni árið 2000 og var sveitin þá skipuð þeim Guðmundi Sveini Bæringssyni, Elvari Ágústssyni, Davíð Sæmundssyni og Óskari Pál Hilmarssyni og fyrsta verkefnið var víkingahátíð á Eiríksstöðum í Dölum.

Árið 2002 bættist söngkonan Sæunn Anna Sæmundsdóttir í hópinn og var hún með okkur í eitt farsælt ár. Árið 2003 fengum við nýja söngkonu,
hana Ingibjörgu Jónasdóttir og söng hún einnig með okkur í ár. Það var síðan árið 2004 að Gunnar Sæmundsson kemur inn í bandið sem sólógítaristi og Gummi tekur sér frí vegna skólagöngu og skiptu þá Davíð og Elvar með sér söngnum. Árið 2005 kemur Gummi síðan aftur inn í hópin sem söngvari. Það er
síðan árið 2008 að Óskar hættir og tekur Gummi þá rythma gítarinn í hans stað. Svo var það árið 2011 sem Elvar Ágústsson flytur úr landi og við
trommuleiknum tekur Hallgrímur Pálmi Stefánsson.

Ábrestir hafa víða spilað, sem dæmi má nefna Reykjavík, Stykkishólmi, Borgarnesi, Hvanneyri, Laugarvatni, Flúðum og Búðardal við góðan orðstír. Fyrir utan það að hafa spilað á fjölda staða hefur hljómsveitin einnig reynt að vera dugleg við að halda dansleiki upp á eigin spýtur og ber þar kannski hæst að nefna áramóta dansleiki í Búðardal. Í dag spila Ábrestir aðallega cover tónlist en eru einnig að vinna í frumsömdu efni. Meðlimir Ábresta eru í dag:

Guðmundur Sveinn Bæringsson-Söngur, raddir, rythmagítar
Davíð Sæmundsson-Bassi, söngur, raddir
Gunnar Sæmundsson-Gítar, raddir
Hallgrímur Pálmi Stefánsson- trommur

Hér eru  tvö lög á youtube sem voru tekin upp live hjá RUV

 

Ljósmyndir af hljómsveitinni: