Umferðarslys við Glerárskóga

0
1235

Screen Shot 2015-12-17 at 05.51.11Samkvæmt heimildum Búðardalur.is varð umferðarslys við bæinn Glerárskóga í Hvammssveit um klukkan fjögur í dag. Sjúkra og slökkvilið ásamt lögreglu voru kölluð til en beita þurfti klippum til að ná ökumanni bifreiðarinnar út úr henni.

Ökumaður bifreiðarinnar var fluttur til Reykjavíkur með sjúkrabifreið en Hvalfjarðargöng voru lokuð rétt á meðan verið var að hleypa sjúkrabifreiðinni í gegnum þau.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan ökumannsins. Bifreiðin er mjög illa farinn en hún mun hafa farið margar veltur. Er þetta annað alvarlega umferðarslysið í Dölum á þremur dögum.

Sjá frétt mbl.is um slysið hér.