Björn St. Guðmundsson „Dalaskáld“ heimsóttur

0
2570

untitledNú á dögunum hittum við fyrir eitt af núlifandi skáldum okkar Dalamanna, Björn Stefán Guðmundsson frá Reynikeldu á heimili hans í Búðardal. Í upphafi var ætlunin að fá Björn til þess að lesa fyrir okkur nokkur af þeim ljóðum og kvæðum sem hann hefur samið í gegnum tíðina.

Björn sagðist hins vegar hafa mjög gaman af því að kveða og ákvað hann því að kveða nokkur kvæði fyrir okkur sem hann valdi sjálfur.  Upptökuna af kveðskap Björns má hlusta á hér fyrir neðan en það var Melkorka Benediktsdóttir sem sótti Björn heim með hljóðupptökutækið.