Frábærar viðtökur

0
1119

vidtokurNú þegar vika er liðin frá opnun Búðardalur.is og fyrir liggja tölur um fjölda heimsókna á síðuna getum við sem að vefsíðunni stöndum ekki verið annað en ángæðir með viðbrögðin. Frá kvöldi 28.maí til 2.júní hefur vefsíðan fengið 3.400 heimsóknir.

Er það von okkar að fólk muni halda áfram að heimsækja síðuna daglega og skoða nýtt efni, kíkja á veðrið í Dölunum í gegnum vefmyndavélina okkar og fleira. Við hvetjum þá sem heimsækja síðuna að skrá sig á póstlistann okkar og fá sendar meðal annars upplýsingar þegar við setjum nýtt efni inná síðuna.

Nú í lok þessarar viku mun síðan verða birt fyrsta viðtalið sem við höfum tekið við nokkra brottflutta Dalamenn.

Fylgist því með hér á síðunni og einnig á Facebook og Twitter síðum okkar.