Vorhátíð Silfurtúns

0
1300
silfurtun2012
Silfurtún – Ljósmynd: Hjörtur V.Jörundsson

Vorhátíð Dvalarheimilisins Silfurtúns í Búðardal var haldin þann 9.júní 2012 í blíðskaparveðri. Ungir jafnt sem aldnir skemmtu sér og öðrum við undirleik Nikkólínu, harmonikuhljómsveitar Dalanna. Þorgrímur og Helga mættu með kræsingar frá rjómabúi sínu á Erpsstöðum og aðilar frá Hestamannafélaginu Glað mættu með fáka sína og leyfðu áhugasömum að stíga á bak.

Aðilar frá Lionsklúbbi Dalabyggðar sáu um að grilla pylsur ofan í viðstadda. Kvenfélagið í Búðardal kom einnig með veitingar og Björn Anton Einarsson (Toni) sýndi brot af ljósmyndum sínum.

Þá tók kór eldri borgara lagið og heimilisfólk að Silfurtúni sýndi brot af handverki sínu frá liðnum vetri. Vonandi verður þessi skemmtilega hátíð árviss viðburður héðan í frá. Horfa má á myndband hér fyrir neðan og í myndbandasafni síðunnar frá þessum degi en Hjörtur Vífill mætti á svæðið og fangaði stemminguna í Silfurtúni.