Bílvelta við Breiðabólsstað

0
1344
Breiðabólsstaður - Ljósm: Mats Wibe Lund
Breiðabólsstaður - Ljósm: Mats Wibe Lund
Breiðabólsstaður – Ljósm: Mats Wibe Lund

Bílvelta varð nú skömmu fyrir hádegi við bæinn Breiðabólsstað í Miðdölum. Um var að ræða Range Rover jeppa með bátakerru og gúmmíbát í eftirdragi. Þrennt var í bifreiðinni karlmaður með tvö ung börn. Þau voru flutt með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Akranesi.

Meiðsli fólksins liggja ekki fyrir að svo stöddu en fólkið mun hafa sloppið ótrúlega vel miðað við hversu bifreiðin var illa farin, en hún mun líklega vera ónýt  skv. Jóhannesi Björgvinssyni aðalvarðstjóra hjá lögreglunni í Borgarfirði og Dölum.  Kerran og báturinn munu einnig vera mikið skemmd ef ekki ónýt.

Er þetta annað umferðaróhappið í Dalabyggð í þessari viku en fyrr í vikunni varð minniháttar útafakstur í umdæminu.

 Umfjöllun á mbl.is.