17.júní hátíðarhöld í Búaðardal

0
1170

17junÞjóðhátíðardagurinn 17.júní var haldin hátíðlegur í Búðardal í dag. Skrúðganga var frá dvalarheimilinu Silfurtúni klukkan 13:00 og gengið var á mótssvæði hestamannafélagsins Glaðs þar sem hefðbundin hátíðarhöld fóru fram og fjallkonan hélt hátíðarræðu.

Fjallkona að þessu sinni var Jóhanna Sigrún Árnadóttir frá Stóra-Vatnshorni.  Að lokinni hátíðardagskrá var kaffisamsæti í Leifsbúð. Sjá má myndband frá hátíðarhöldunum hér fyrir neðan.