Bæjarhátíð í Búðardal 6.-8.júlí 2012

0
1215

baejarhatid-250x152Bæjarhátíðin „Er ég kem heim í Búðardal“ verður haldin helgina 6.-8. júlí næstkomandi.  Samkvæmt Hönnu Valdísi Jóhannsdóttur framkvæmdarstjóra hátíðarinnar í ár verður hátíðin með svipuðu sniði og fyrir tveimur árum og byggist upp á þáttöku heimamanna og annarra velunnara. Í boði verður tónlist af ýmsu tagi en einnig kjötsúpukvöld, markaður, sýningar, kvöldvaka, dansleikur með hljómsveitinni Skítamóral og síðan mun Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu verða með viðburð á hátíðinni.

Hanna Valdís Jóhannsdóttir

Hanna Valdís segir að bæjarbúar séu hvattir til að taka höndum saman og týna rusl og snyrta bæinn eins vel og verða má. Einnig séu bæjarbúar hvattir til að skreyta bæinn hátt og lágt og mynda þannig skemmtilega stemmningu. Litaþema verður á milli gatna líkt og áður og verður skiptingin við lækinn. Blátt og rautt þema verður norðan megin og grænt og appelsínugult sunnan megin.

Drög að dagskrá hátíðarinnar liggja fyrir og lítur hún svona út:

Föstudagur 6. Júlí 

15:00 – 17:00

Listasmiðja fyrir krakka í grunnskólanum. Þemað verður sveitin mín/bærinn minn. Myndirnar verað svo til sýnis á Erpsstöðum um helgina.

17:00 – 18:00
Blindrabolti á Sparkvellinum. Skipt niður í lið á staðnum, jafnt fyrir unga sem aldna.

19:00 – 21:00
Kjötsúpa í boði á eftirfarandi heimilum:

Ásdís og Jóhannes, Bakkahvammi 9 ( Grænt-appelsínugult svæði)
Edda Tryggvadóttir, Dalbraut 10 ( Blátt-rautt svæði)
Binni og Fanney, Bakkahvammi 4 (Grænt- appelsínugult svæði)
Sigga Árna og Didda, Sunnubraut 17(blátt – rautt svæði)
Fanney Þóra og Viðar, Brekkuhvammi 8 (grænt – appelsínugult svæði)

21:30 – 23:00
Kvöldvaka við Leifsbúð.

Þeir sem hafa staðfest þáttöku eru Þorrakórinn og Nikkólína. Eigum von á fleiri þátttakendum á næstu dögum.

Laugardagur 7. Júlí

12:00 – 13:00  Vestfjarðavíkingurinn. Uxaganga við Leifsbúð.

13:00 – 17:00   Félag sauðfjárbænda í Dölum verður á hátíðasvæði við grunnskólann með kynningu á lambakjöti, fornbílasýningu og sýningu á gömlum traktorum. Tjaldið verður til afnota fyrir þá sem vilja selja eða sýna handverk sitt og heima unna vöru. Áhugasamir um pláss geta haft samband við Hönnu Siggu í síma 847 9598 eða í netfangið hannasigga@audarskoli.is

13:00 – 17:00  Markaður í grunnskólanum. 1.000 kr. borðið. Skráningar ádalirnir@gmail.com eða hjá Hönnu Valdísi í síma  868-5193

14:00 – 15:00  Tónlistaratriði frá nemendum í Tónlistarskóla Dalabyggðar á hátíðarsvæði við grunnskólann.

14:00 – 17:00  Nytjamarkaður í Rauðakrosshúsinu í Búðardal. Heitt á könnunni.

15:00 – 16:00 Miðasala á Dansleik í anddyri Dalabúðar.

16:00 – 17:00  Vestfjarðavíkingurinn. Steinatök við Dalabúð.

17:00 – 18:00  Kassabílarallý á planinu við KM-Þjónustuna.

Fyrsta kassabílarallý KM-þjónustunnar verður haldið á bæjarhátíðinni í Búðardal helgina 6. – 8. júlí.

Ekkert aldurstakmark er í keppnina. Foreldrar, afar og ömmur eru sérstaklega hvött til að aðstoða unga ökuþóra með þátttöku og smíðar.

Eftir kl. 17:00 þriðjudaginn 3. júlí geta keppendur komið með fararskjóta sína í KM-þjónustuna og fengið faglega aðstoð við að leggja lokahönd á smíðina og finna út úr vandamálum.

Hjörtur tekur við skráningum í síma  868 2884.

20:00 – 23:00  Kvöldvaka við Dalabúð. Þar koma fram Íris Guðbjartsdóttir, Þorkell Cýrusson, Árný Björk Brynjólfsdótti, Skítamórall og fleiri.

Þar koma m.a. fram Íris Guðbjartsdóttir, Þorkell Cýrusson, Árný Björk Brynjólfsdótti og Skítamórall. Fleira er í vinnslu og bætist við á komandi dögum.

23:00 – 03:00  Dansleikur með Skítamórall í Dalabúð. 16. ára aldurstakmark og 3.000 kr. inn.