Einstakar ljósmyndir frá Hróðnýjarstöðum árið 1948

0
1911

Búðardalur.is hefur fengið sendar rúmlega 40 ómetanlegar ljósmyndir frá Gylfa Hallgrímssyni. Ljósmyndirnar fékk Gylfi úr ljósmyndasafni föður síns Hallgríms Jónssonar frá Ljárskógum.

Ljósmyndirnar eru teknar þann 20.apríl árið 1948 en þann dag var fagnað 90 ára afmæli Einars Þorkelssonar bónda á Hróðnýjarstöðum. Einar var fæddur þann 20.apríl árið 1858. Ekki er vitað með vissu hver tók umræddar ljósmyndir en hugsanlega hefur það verið Sigurhans „Vignir“ sonur Einars en hann starfaði sem ljósmyndari í Reykjavík.

Gylfi hefur sjálfur sett nöfn og skýringar undir hverja ljósmynd sem gerir þær enn skemmtilegri til skoðunnar.

Við þökkum Gylfa fyrir allar þær stórkostlegu ljósmyndir sem hann hefur deilt með okkur hér á síðunni og um leið hvetjum við aðra Dalamenn og þá sem gætu átt skemmtilegar ljósmyndir í fórum sínum að senda okkur línu í netfangið budardalur@budardalur.is eða í símanúmerið sem finna má neðst hér á síðunni.

Skoða ljósmyndirnar frá 90 ára afmæli Einars Þorkelssonar.

[cws_gpp_images_by_albumid id=“6349233400617515313″]

Gylfi Hallgrímsson
Gylfi Hallgrímsson