Dalirnir teygja sig til Vestfjarða

0
1442

vestfirdirKraftakeppnin Vestfjarðavíkingurinn 2012 hófst í gær þann 4.júlí í Stykkishólmi og lýkur keppninni á bæjarhátíðinni „Heim í Búðardal“ næstkomandi laugardag.  Morgunblaðið fjallaði um keppnina á vef sínum í dag en þá var einnig keppt um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Frétt MBL má lesa hér. Sigurvegari keppninnar hlýtur titilinn Vestfjarðavíkingurinn 2012 ásamt því að sigurvegarinn fær í sinn hlut hálfa milljón króna.

Keppendur í Vestfjarðavíkingi eru 12 að þessu sinni en þeir eru:

Stefán Sölvi Pétursson, Páll Logason, Úlfur Orri Pétursson,
Jón þór Ásgrímsson, Skúli Ármannsson, Georg Ögmundsson,
Ari Gunnarsson, Andri Reyr Vignisson, Árni Freyr Stefánsson,
Hannes Þorsteinsson, Danny Gerena, Þröstur Ólasson.

Alls er keppt í 8 greinum og eru þær sem hér segir:

1. Bóndaganga – Stykkishólmur
2. Réttstöðulyfta – Um borð í ferjunni Baldri
3. Bryggjupollaburður – Patreksfjörður
4. Sundlaugagrein (tunnuhleðsla) – Tálknafjörður
5. Kútakast yfir vegg – Bjarkarlundur
6. Steinapressur – Reykhólar
7. Uxaganga – Búðardalur
8. Steinatök – Búðardalur

Til gamans mætti segja að nú væru Dalirnir formlega orðnir partur af Vestfjörðum þegar þessi fornfræga kraftakeppni er komin í Dalina. Að minnsta kosti munu Dalamenn taka vel á móti Vestfjarðavíkingum sem og öðrum sem leggja leið sína í Dali um komandi helgi og er  vonandi að þessi kraftakeppni sé komin til að vera í Dölum.

Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um Vestfjarðavíkinginn 2012 geta haft samband við Magnús Ver Magnússon í netfangið:  magnusver@simnet.is