Ágæt veiði þrátt fyrir vatnsskort

0
2591
oskarpallsveinsson_arnifridleifssonFrá Laxá í Dölum er það að frétta að 40 löxum hefur verið landað það sem af er veiðitímabili. Að sögn Árna Friðleifssonar staðarhaldara og veiðivarðar í Laxá í Dölum er orðið mjög vatnslítið en töluvert líf er að sjá í ósnum á flóði og alltaf eitthvað af fiski sem lætur vatnsleysið ekki hafa áhrif á sig og gengur í ána.

Árni segir að ef sú rigningarspá sem er í kortunum standist geti skemmtilegur tími farið í hönd í veiði í Dölum.Á meðfylgjandi ljósmynd má sjá Óskar Pál Sveinsson með fallega 90 cm hrygnu sem  tók microhits með önglastærð númer 18 í veiðistaðnum Þegjanda.Mun Óskar hafa notað 7 punda taum við veiðarnar. Bæði Fáskrúð og Dunká hafa gefið á milli 30-40 laxa hvor það sem af er veiðitímabili en ágætis vatn er í báðum ánum að sögn Árna.

Búðardalur.is mun verða áfram í góðu sambandi við Árna Friðleifsson í sumar og mun flytja frekari fréttir af veiði í umræddum ám þegar þær berast. Hægt er að senda okkur fréttir um veiði í Dölum eða annað í netfangið budardalur@budardalur.is