Jófríður Ísdís Skaftadóttir er Íslandsmeistari

0
1196

skaftadottir_skaftisteinolfssonDaladóttirin Jófríður Ísdís Skaftadóttir(Skaftasonar,Steinólfssonar frá Ytri-Fagradal), sigraði kringlukastkeppni kvenna á meistarmóti FRÍ þann 15.júlí síðastliðinn.  Jófríður kastaði kringlunni 34,38 metra og hlaut gullverðlaun fyrir. Jófríður er aðeins 14 ára gömul og mun það vera einstakt að 14 ára stúlka sigri í fullorðinsflokki.

Jófríður var að vonum sátt við árangurinn en taldi sig eiga meira inni en hún á rúmlega 37 metra best með kvennakringlunni. Sú sem hlaut silfurverðlaun kastaði 33,65 metra og bronsverðlaunahafi kastaði 29,07 metra.

Jófríður hefur æft kringlukast í 2 ár með góðum árangri og sett fjölda íslandsmeta,bæði með 600 gr kringlu og 1 kg kringlu (kvennakringlu) Meðal annars sló hún í fyrra 37 ára gamalt met frá árinu 1973 með kvennakringlu.  Jófríður hefur verið valinn íþróttamaður UMF Skipaskaga, USK undanfarin 2 ár. Sjá nánar um afrek Jófríðar áwww.fri.is/afrek

Sigurvegari | Ljósm:Stefán Skafti SteinólfssonJófríður Ísdís hefur mikinn metnað og æfir alla daga vikunnar borðar hollan mat og stefnir ótrauð á góðan árangur í framtíðinni, meðal annars á heimsmeistaramót unglinga og ólympíuleika. Hún hefur auk þess sterkar taugar heim í sveitina sína í Dölunum í  Ytri-Fagradal og dvelur þar mikið vor og haust og hleður orkustöðvarnar.

Búðardalur.is óskar Jófríði innilega til hamingju með árangurinn og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni í keppnum, leik og starfi.