287 laxar komnir á land í neðri Haukadalsá

0
2634

haukadalurVeiði í neðri Haukadalsá í Dölum hefur gengið mjög vel í sumar að sögn veiðivarðar þar en 287 laxar voru komnir þar á land í morgun.  Á svipuðu tímabili í fyrra voru rúmlega 200 laxar komnir á land og því má segja að veiðin sem af er sumri sé glæsileg. Leigutaki neðri Haukadalsár síðastliðin ár hefur verið Rolf Doppler en þetta mun vera síðasta ár hans sem leigutaka í Haukadalsá.

Fiskurinn mun hafa tekið vel um alla á og flestir veiðistaðir gefið vel. Þurrkarnir sem voru framan af sumri á Vesturlandi höfðu ekki svo mikil áhrif á neðri Haukadalsá þar sem hún fær vatn sitt úr Haukadalsvatni. Nú horfir hins vegar betur fyrir veiðimenn í Dölum þar sem ágætis væta hefur komið úr lofti síðustu daga þar.
Ert þú með veiðifréttir eða áttu skemmtilega veiðisögu úr Dölum? Sendu okkur póst ábudardalur@budardalur.is