Fiskurinn mun hafa tekið vel um alla á og flestir veiðistaðir gefið vel. Þurrkarnir sem voru framan af sumri á Vesturlandi höfðu ekki svo mikil áhrif á neðri Haukadalsá þar sem hún fær vatn sitt úr Haukadalsvatni. Nú horfir hins vegar betur fyrir veiðimenn í Dölum þar sem ágætis væta hefur komið úr lofti síðustu daga þar.
Ert þú með veiðifréttir eða áttu skemmtilega veiðisögu úr Dölum? Sendu okkur póst ábudardalur@budardalur.is