Fyrsti alþingismaðurinn í Mýrarbolta?

0
1179

myrarbolti_asmundurStofnað hefur verið hið nýja mýrarboltafélag Dalasýsla Pink Rams eða Bleiku Dalahrútarnir.  Félagið hyggst senda sigurlið til Ísafjarðar um verslunarmannahelgina til þess að sækja gullverðlaunin í þessari mjög svo vinsælu keppni sem ætíð er haldin um verslunarmannahelgina á Ísafirði. Einn af stofnendum þessa nýja félags og fyrirliði þess, Ásmundur Einar Daðason þingmaður tjáði sig um þetta á Facebook síðu sinni í gær.

Fram kemur hjá Ásmundi að unnið sé að hönnun búninga á liðsmenn en þema félagsins mun vera hrútar og bleikur litur. Það verður því engin svikinn af því að renna vestur á Ísafjörð um komandi helgi til að fylgjast með Ásmundi Einari og félögum hans í Bleiku Dalahrútunum stanga hvert liðið á fætur öðru ofan í drullusvaðið. Ábyggilegt er að það mun verða veislunni margt í þegar öllum í sveitinni hefur verið boðið í móttökuna þegar Bleiku Dalahrútarnir koma knarrreistir heim í Búðardal með gullið um hálsinn.

Eftir því sem Búðardalur.is kemst næst er Ásmundur Einar fyrsti alþingismaðurinn á Íslandi sem tekur þátt í þessari vinsælu keppni sem hefur notið vaxandi vinsælda allt frá árinu 2005 þegar mótið var fyrst haldið.  Helstu reglur mýrarboltanns eru þær að 6 manns eru inni á vellinum í einu en flest lið eru með 9 til 15 manns í liðinu því drullan þreytir menn fljótt og því gott að hafa menn til skiptana.

Helstu reglur mýrarboltanns eru þær að leyfilegt er að ýta og stjaka við leikmönnum framan frá eða frá hlið en stranglega bannað er að ýta í menn aftan frá. Ekki er ótakmarkað hversu harkalega má hrinda mótherjanum og bannað er að sparka í menn og kýla. Það er þó dómaranns að meta það hvar mörkin liggja.

Frekari upplýsingar um reglur mýrarboltanns og upplýsingar um mótið má finna á heimasíðunniwww.myrarbolti.com