Dalahrútarnir byrja á 0-0 jafntefli

0
1343
Liðsfélagarnir Ásmundur Einar Daðason og Hermann Jóhann Bjarnason
Liðsfélagarnir Ásmundur Einar Daðason og Hermann Jóhann Bjarnason
Liðsfélagarnir Ásmundur Einar Daðason og Hermann Jóhann Bjarnason

Fyrsti keppnisdagur Bleiku Dalahrútanna á evrópumeistaramótinu í mýrarbolta í Tungudal á Ísafirði hófst í morgun með því að Ásmundur Einar Daðason ræsti liðsfélaga sína klukkan 08:00 þar sem þeir sváfu værum blundi í tjöldum sínum á mótssvæðinu.

Ásmundur er sá eini úr liðinu sem fær sérmeðferð en hann dvelur í heimahúsi á leyndum stað nálægt Ísafirði. Þar hefur Ásmundur væntanlega nægan tíma og næði til þess að kortleggja mótherjana og skipuleggja þau leikkerfi sem Bleiku Dalahrútarnir munu beita í leikjum sínum.

Fyrsta viðureign Bleiku Dalahrútanna fór jafntefli 0-0.

Hér má finna ljósmyndir sem fengnar voru að láni af Facebook síðu liðsins.

Við höldum áfram að fylgjast með gangi okkar liðs á mótinu og birtum fréttir af því hér eftir því sem þær berast.