Fiskinum kastað á land úr Laxárvatni

0
3013
Páll úti í vatninu en Stefán Gunnar á bakkanaum. Ljósm: Stefán Brár Unnarsson

 

Páll úti í vatninu en Stefán Gunnar á bakkanaum. Ljósm: Stefán Brár Unnarsson
Páll úti í vatninu en Stefán Gunnar á bakkanaum. Ljósm: Stefán Brár Unnarsson

Veðurblíðan gældi við menn í Dölum í dag en mjög hlýtt var í veðri og logn, en lognið hefur verið að færa sig mjög svo upp á skaftið síðustu misserin í Dölum. Veiðimennirnir  Páll Jóhannsson og Stefán Gunnar Stefánsson voru við veiðar í Laxárvatni við rætur Laxárdalsheiðar í dag og var veiðin fjórir urriðar hjá þeim félögum.

Einn urriðinn var þriggja punda og annar fimm punda en hinir tveir eitthvað minni. Davíð Brár Unnarsson var einnig með þeim félögum við vatnið og tók hann meðfylgjandi ljósmynd af Páli þar sem hann fækkaði fötum og stökk út í vatnið til þess að sækja einn fiskinn en hann gleymdi víst að taka háfinn með í veiðiferðina.  Stefán Gunnar var hins vegar tilbúinn á bakkanum að grípa fiskinn frá Páli.

Minna þessir tilburðir Páls ónteitanlega á atriði úr kvikmyndinni vinsælu Stella í orlofi þar sem Salómon Gustafsson fór hamförum í Selá þar sem hann mokaði upp laxinum fyrir Stellu á meðan hún útbjó fyrir hann drykki á bakkanum. Ekki fylgir þessari sögu hvort einhverjir drykkir hafi verið í boði fyrir Pál eftir þessar aðfarir við veiðina.

Þeir sem hafa hins vegar áhuga á að veiða í Laxárvatni geta haft samband við Guðrúnu og Guðbrand í Sólheimum í síma 434 1299.