Svavar Knútur með tónleika

0
1201

svavarknuturSvavar Knútur verður með tónleika á Hótel Eddu, Laugum í Sælingsdal fimmtudagskvöldið 9.ágúst kl.21:00.

Á tónleikunum mun Svavar leika úrval frumsaminna laga úr safni sínu og syngja um lífið og tilveruna. Svavar er Vestfirðingur og mikill sögumaður og því má búast við skemmtilegu kvöldi.

Matreiðslumaður hótels Eddu mun bjóða uppá uppáhaldsrétt Svavars, sem er bjúgu frá Stað í Reykhólasveit með nýjum íslenskum kartöflum og uppstúf.

Salurinn opnar klukkan 20:00 og er aðgangur ókeypis.