Siggi Svans ólst fyrst upp við Lækjarhvamminn og síðar á Dalbrautinni hjá foreldrum sínum og systkynum en fluttist svo í höfuðborgina 1987 eftir skólagöngu í Búðardal og á Akranesi. Siggi var líka mikið í sveit hjá Elsu ömmu sinni í Arnarbæli.
Siggi byrjaði að vinna hjá Sigga Harðar rafeindavirkja en stofnaði svo sitt eigið fyrirtæki ásamt félaga sínum Herði Sigurðssyni í mars 2003. Fyrirtækið heitir Radíóraf ehf og er staðsett á Smiðjuvegi 52 (rauð gata) í Kópavogi. Heimasíða fyrirtækisins er www.radioraf.is Auk þess rekur Siggi lítið fyrirtæki ( Svansson ehf ) þar sem hann sérhæfir sig í innflutningi á bátum. Þar er vefsíðan www.svansson.is
Siggi sem er búsettur í Hafnarfirði segist reyna að fara eins oft í Dalina og hann geti og helst oftar eins og hann orðar það sjálfur. Siggi hefur líka greinilega sterkar taugar í Dalina og Búðardal því hann segir að ef hann ætti þess kost að flytja aftur eitthvað út á land þá myndi hann fara aftur í Búðardal. Við tókum Sigga Svans tali fyrr á þessu ári þar sem þetta og margt margt fleira skemmtilegt kom fram en viðtalið má finna hér fyrir neðan.