Röðulshátíð á Skarðsströnd

0
1434

rodullLaugardaginn 25.ágúst síðastliðinn var efnt til hátíðar í samkomuhúsinu Röðli á Skarðsströnd. Samkomuhúsið var byggt á árabilinu 1942 til 1944  af Ungmennafélaginu Vöku á Skarðsströnd. Þar voru haldnar samkomur og skemmtanir á árum áður og voru réttarböllin sem þar voru haldin víðfræg.

Hjörtur Vífill Jörundsson var á staðnum með myndatökuvélina og fangaði stemmninguna á svæðinu. Boðið var uppá kaffi, kökur og grillaðar pylsur. Þá var sýnt handverk ásamt því að krydd, sultur og aðrar heimagerðar afurðir af Skarðsströnd vöru til sölu.

Sett hafði verið upp sýning í samkomuhúsinu þar sem safnað hafði verið saman endurminningum og sögum úr Röðli. Ekki hafa fundist neinar ljósmyndir frá samkomuhúsinu Röðli frá því í gamla daga og er fólk því vinsamlegast beðið um að setja sig í samband við vefinn ef fólk telur sig vita um gamlar ljósmyndir af Röðli eða samkomum sem þar voru haldnar.

Húsafriðunarnefnd hefur styrkt endurbyggingu hússins og er sú vinna í gangi.

Myndband frá hátíðinni má sjá hér fyrir neðan.