Ásgeir Bjarnason – Ágrip

0
1803

Ásgeir Bjarnason fv. alþingismaður, bóndi og hreppsstjóri fæddist þann 6.september 1914 í Ásgarði í Hvammssveit í Dalasýslu. Faðir Ásgeirs var Bjarni Jensson bóndi og hreppsstjóri. Móðir Ásgeirs var Salbjörg Jónea Ásgeirsdóttir húsmóðir og ljósmóðir.

Ásgeir lauk héraðsskólaprófi frá Reykholti árið 1934 og búfræðiprófi frá Hólum árið 1937. Hann lauk ennig prófi við Statens småbrukslærerskule í Sem í Asker í Noregi árið 1940.

Ásgeir var starfsmaður við Vollebekk-tilraunastöð búnaðarháskólans í Ási í Noregi og við Statens Centrala Frökontrollanstalt í grennd við Stokkhólm 1941—1942. Ásgeir var svo bóndi í Ásgarði 1943—1983.

Ásgeir var bókari Sparisjóðs Dalasýslu 1944—1956. Í hreppsnefnd Hvammshrepps 1945— 1950 og 1956—1978. Hreppstjóri Hvammshrepps 1956—1984. Formaður Búnaðarsambands Dalamanna frá stofnun þess 1947 til 1974 og fulltrúi þess á Búnaðarþingi 1950—1986. Endurskoðandi Brunabótafélags Íslands 1950—1994. Í Norðurlandaráði 1954—1956, 1960—1967 og 1974—1978. Í tryggingaráði 1963—1974 og Rannsóknaráði ríkisins 1965—1974. Í bankaráði Búnaðarbanka Íslands 1965—1968.

 

Í sýslunefnd Dalasýslu 1967—1989. Formaður Búnaðarfélags Íslands 1971—1987. Í endurskoðunarnefnd ábúðarlaga 1971 og annarri ábúðarlaganefnd 1975. Í stjórn Lífeyrissjóðs bænda 1975—1991 og Stofnlánadeildar landbúnaðarins frá 1971—1985. Í stjórn Kaupfélags Hvammsfjarðar 1975—1983. Alþingismaður í Dalasýslu 1949-1959. Alþingismaður Vesturlands 1959-1978 fyrir Framsóknarflokkinn.

Ásgeir lést þann 29.desember 2003.