Alvarlegt hestaslys í Laxárdal

0
1165

thyrlaAlvarlegt slys varð í Laxárdal í Dölum fyrr í dag þegar eldri kona féll af hestbaki rétt norðan við bæinn Lambeyra í Laxárdal.

Fram kemur á vef mbl.is að konan sé frá Bandaríkjunum og hafi hún verið með skerta meðvitund eftir slysið. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um slysið en lögregla, sjúkralið og læknir voru send frá Búðardal vegna slyssins.

Þyrlan flaug til móts við sjúkrabifreið og sótti konuna sunnan við Bröttubrekku.