Fótbrotnaði við fjárleitir á Fellsströnd

0
2979

dalakortSagt er frá því á fréttavef mbl.is í gær að maður á fertugsaldri hafi dottið og fótbrotnað við Grenshamar á Fellsströnd þar sem hann hafi verið við smalamennsku.

Var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Tildrög slyssins eru ekki ljós en samferðafólk mannsins náði að hringja á hjálp með farsímum sínum.

Maðurinn mun hafa verið orðinn mjög kaldur þegar þyrlan kom á svæðið til þess að sækja hann enda hafði hann þá legið lengi slasaður í slagviðri sem var á svæðinu.