Konu bjargað úr sjálfheldu

0
1032

fellsendasvaediBjörgunarsveitin Ósk í Dalabyggð var kölluð út í gærkvöldi um kl.21:00 vegna konu sem hafði lent í sjálfheldu á Hrístindahnúk fyrir ofan Fellsendaskóg í Miðdölum.

Samkvæmd Guðmundi Frey Geirssyni formanni Björgunarsveitarinnar Óskar hafði konan sem var ein á ferð, samband við vinkonu sína sem síðan hafði samband við Björgunarsveitina og óskaði vinkona konunnar eftir aðstoð björgunarsveitarinnar við að koma henni til byggða.

Aðstæður á vettvangi voru talsvert erfiðar að sögn Guðmundar en mjög bratt var þar sem konan lenti í sjálfheldunni fyrir utan það að komið var myrkur þegar þetta var. 

Björgunarsveitarmenn komu með konuna niður á  Fellsenda um miðnætti þar sem sjúkrabifreið beið hennar og hlúðu sjúkrafluttningamenn að henni en konan hafði lent í bleytu og var því orðin nokkuð köld og hrakin.