Nýr sóknarprestur Dalamanna settur í embætti

0
1419

srannaSéra Anna Eiríksdóttir nýr sóknarprestur Dalamanna í Dalaprestakalli var sett í embætti við athöfn í Hjarðarholtskirkju í dag. Það var séra Þorbjörn Hlynur Árnason sem sá um athöfnina.

Anna var ein af fjórum umsækjendum um starfið. Anna útskrifaðist úr guðfræðideild HÍ vorið 2011 og fór þá í starfsþjálfun í Áskirkju hjá séra Sigurði Jónssyni og síðan fór hún á Biskupsstofu. Anna var vígð í starfið þann 9.september í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Fram kemur í viðtali sem Fréttablaðið tók við Önnu nú á dögunum að hún sé tveggja barna móðir en börn hennar séu bæði í framhaldsnámi erlendis. Anna mun því flytja ein vestur og mun hún búa í Búðardal. Anna mun hafa skrifstofu í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal á annari hæð til vinstri.  Hægt er að senda Önnu tölvupóst í netfangið anna.eiriksdottir@kirkjan.is 

sranna2Búðadalur.is býður Önnu innilega velkomna í Dalina og óskar henni velfarnaðar í störfum sínum í framtíðinni.