Íslandsmeistaramót í rúningi 2012

0
1088

runingur2012Íslandsmeistaramót í rúningi 2012 

Ágæti rúningsmaður/kona er ekki þinn tími kominn?

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu stendur fyrir Íslandsmeistaramótinu í rúningi laugardaginn 27. október næstkomandi.

Keppnin hefst kl 14:00 í reiðhöllinni í Búðardal.

Kemur Íslandsmeistarinn Hafliði Sævarsson Fossárdal til með að verja titilinn?

Mætir Julio Cesar Gutierroz og endurheimtir titilinn? Verður krýndur nýr Íslandsmeistari þetta árið?

Er þetta ekki eitthvað fyrir þig? Taktu upp tólið eða sendu okkur tölvupóst og skráðu þig til leiks.