Kristín áfram í MasterChef Ísland

0
1121

kristinsigurdar-206x250Hvert sem litið er eru Dalamenn að gera góða hluti og nú síðast í kvöld sást til einnar af dætrum Dalanna í nýjum sjónvarpsþætti á Stöð 2, eða MasterChef Ísland matreiðslukeppninni.

Þar eldaði Kristín Sigurðardóttir dýrindis rétt sem ekki verður smakkaður hér eða gerð nánari skil á hvað varðar eldunaraðferð eða heiti, en þrír dómarar keppninnar sögðu allir já og kusu Kristínu áfram í keppninni og hengdu svuntu því til staðfestingar um háls hennar.

Við óskum Kristínu til hamingju með að hafa komist áfram í fyrstu umferð keppninnar og hvetjum aðra Dalamenn til að fylgjast spenntir með á næsta föstudagskvöld þegar þáttur númer 2 fer fram á Stöð 2.  Þar sem Dalamenn eiga ekki lið í Útsvari er um að gera að fylkjast á bak við Kristínu og vona að hún komist sem lengst í keppninni.

Fyrir þá sem ekki vita að þá er Kristín dóttir þeirra Sigurðar Rúnars Friðjónssonar fyrrverandi mjólkurbússtjóra í Búðardal og Guðborgar Tryggvadóttur ásamt því að vera afabarn Friðjóns Þórðarsonar sem vefsíðan Búðardalur.is er tileinkuð.