Aðventukvöld í Hjarðarholtskirkju

0
1205

hjardarholtadventukvoldAðventukvöld var í Hjarðarholtskirkju í gærkvöldi 9.desember undir stjórn sóknarprestsins Sr.Önnu Eiríksdóttur. Kirkjukór Dalaprestakalls og Söngfélagið Vorboðinn sáu um kórsöng undir styrkri stjórn Halldórs Þórðarsonar.

Auk þeirra komu fram og sungu einsöng þau Helga Möller, Íris Björg Guðbjartsdóttir og Þorkell Cýrusson.

Soffía Gústafsdóttir las upp jólaljóð eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson og Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri Auðarskóla flutti hugvekju.

Að athöfninni lokinni var öllum boðið upp á piparkökur og kakó í þjónustuhúsinu.

hjardarholtadventukvold2