Styrkjum Björgunarsveitina Ósk

0
989

bjsvosk_linaNú styttist í þrettándann en þá munu landsmenn kveðja jólahátíðina formlega og síðasti jólasveinninn heldur til fjalla á ný. Búðardalur.is vill minna á flugeldasölu Björgunarsveitarinnar Óskar í Dalabyggð.

Mikið óveður var á milli jóla og nýárs eins og menn muna og var mikið að gera hjá björgunarsveitum á landinu sökum þess og raskaðist flugeldasala víða og er Björgunarsveitin Ósk þar engin undantekning.

Búðardalur.is vill því hvetja Dalamenn sem og aðra til að styrkja nú Björgunarsveitina Ósk með því að kaupa af þeim flugelda eða með því að styrkja sveitina beint.

Flugeldasala björgunarsveitarinnar fer fram í húsnæði hennar að Vesturbraut 12b í Búðardal.

Opnunartímar flugeldasölu björgunarsveitarinnar fyrir þrettándann er sem hér segir:

Föstudagur 4.janúar frá klukkan 12:00 til 19:00

Sunnudagur 6.janúar frá klukkan 12:00 til 16:30

Flugeldasýning verður í Búðardal sunnudaginn 6.janúar klukkan 17:00

Bankareikningur björgunarsveitarinnar er:

0312-26-5354
kennitala: 620684-0909