Dalamaður ársins 2012 er Freyja Ólafsdóttir

0
2600

freyja-250x374Dalamaður ársins 2012: Freyja Ólafsdóttir

Frá og með miðjum desember 2012 til 31.desember síðastliðinn stóð yfir kosning á vefnum okkar á Dalamanni ársins 2012. Niðurstaða kosningarinnar liggur nú fyrir en það var Freyja Ólafsdóttir rekstraraðili Leifsbúðar, kennari í Auðarskóla og athafnakona sem fékk flest atkvæði.

Búðardalur.is hitti á Freyju þar sem hún var stödd í Reykjavík og veitti hún viðtöku áletruðum verðlaunagrip sem á stendur „Dalamaður ársins 2012, Freyja Ólafsdóttir, Kosning á Búðardalur.is“.

Freyja flutti til Búðardals árið 2007 og er því aðfluttur Dalamaður en hún er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Fjölskylda hennar tengist líka Dölum eins og hún kemur inná í spjallinu sem við áttum við hana.

Við óskum Freyju innilega til hamingju með titilinn sem vonandi verður henni sem og öðrum hvatning til að láta enn frekar gott af sér leiða í Dölum og leggja sitt lóð á vogarskálarnar til eflingu menningar og mannlífs í Dölum.

Margir aðilar voru tilnefndir í kosningunni og skiptust atkvæði þeirra nokkuð jafnt.  Þó voru nokkrir einstaklingar ásamt Freyju sem hlutu fleiri atkvæði en aðrir. Þar á meðal voru aðstandendur Búðardalur.is en eðli málsins samkvæmt voru þeir ekki gjaldgengir í kjörinu en atkvæðin munum við nýta okkur sem hvatningu til að gera enn betur á nýju ári fyrir menningarmiðju Dalanna.

Aðrir sem hlutu tilnefningu í kjöri á Dalamanni ársins 2012 voru:

2.sæti: Halldór Þ.Þórðarson Breiðabólsstað
3.sæti: Kristján Sveinsson Staðarfelli

Ekki er að marka röð þeirra sem nefndir eru hér að neðan:

bikar-250x375Gísli Kristján Baldursson
Baldur Þórir Gíslason
Ólaf „de Fleur“ Jóhannesson
Helga og Þorgrímur á Erpsstöðum
Arnar Svansson
Unnsteinn Árnason
Ríkarður Jóhannsson Gröf
Ásmundur Einar Daðason Lambeyrum
Karl Ingi Karlsson
Svavar Garðarsson
Hugrún Otkatla Hjartardóttir
Hjörtur Vífill Jörundsson
Benedikt Frímann Guðmundsson
Elmar Gilbertsson
Halla Steinólfsdóttir
Björn St.Guðmundsson
Bogi Kristinsson
Trausti V.Bjarnason Á
Trausti og Lára á Á

Bjarni Hermannsson Leiðólfsstöðum
Anna Margrét Tómasdóttir
Björgunarsveitin Ósk