„Þetta er maðurinn sem bjargaði lífi mínu.“

0
2479

sigvaldi-250x360Sigvaldi Guðmundsson er borinn og barnfæddur Dalamaður fæddur og uppalinn á Hamraendum í Miðdalahreppi.  Hann er sonur Guðmundar Baldvinssonar frá Hamraendum og Gróu Sigvaldadóttur frá Stykkishólmi.

Sigvalda þarf ekki að kynna fyrir þeim sem bjuggu í Dölum fyrir árið 2000 en þá fluttist Sigvaldi til höfuðborgarinnar. Sigvaldi átti farsælan feril sem lögregluvarðstjóri í Dölum og var vel liðinn af íbúum héraðsins og þeim sem til hans þurftu að leita vegna starfa hans.

Eftir að Sigvaldi fluttist til höfuðborgarinnar hóf hann störf sem lögregluvarðstjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík og starfaði þar út sinn starfsferil sem lögreglumaður.

Við mæltum okkur mót við Sigvalda og spjölluðum við hann um daginn og veginn og þann tíma er hann bjó í Dölunum.

Sigvaldi segir meðal annars frá því er hann kom manni til bjargar í mikilli ófærð og slæmu veðri á Bröttubrekku hér um árið.

Horfa má á viðtalið hér neðar í greininni eða með því að fara í Dal-varpið hér á síðunni.