Miklir vatnavextir í Hvammsá og víðar í Dölum

0
1156

vatnavextirhvammssveit1Gríðarlegir vatnavextir eru nú í flestum vatnsföllum í Dölum vegna mikilla rigninga og hlýinda sem verið hafa síðustu daga.

Flestar ár hafa þó haldið sig í eigin farvegi en Hvammsá í Hvammssveit tók sjálfstæða ákvörðun og ruddi sér leið í gegnum varnargarð sem búið var að ýta upp og flæðir hún nú meðfram veginum og að ræsi sem liggur undir veginn.

vatnavextirhvammssveit2Að sögn Jóns Egils og Bjargeyjar bænda á Skerðingsstöðum er ræsið það lítið að það hefur engan veginn undan og því flæðir vatnið yfir veginn og er farið að éta úr honum.
Meðfylgjandi ljósmyndir tóku Jón Egill og Bjargey nú í morgun.

vatnavextirhvammssveit3

vatnavextirhvammssveit4