Myndbandasýning fyrir vistmenn Silfurtúns

0
953

silfurtun2013Starfsfólk Dvalarheimilisins Silfurtúns í Búðardal hélt í síðustu viku myndbandasýningu fyrir vistmennina sem þar dvelja. Myndböndin sem vistmönnum voru sýnd voru þorrablótsmyndbönd frá síðustu þorrablótum Suðurdala og Laxdæla.

Þessi hugmyndin kviknaði þegar það barst í tal hjá vistmönnum Silfurtúns „að þau væru nú svolítið forvitin að fá að vita hvaða grín væri verið að gera í þessum myndböndum á blótunum þessa dagana.“

silfurtun2013-2Því var ákveðið að bjóða vistmönnum á sal og horfa á þessi myndbönd og voru viðtökur afbragðsgóðar og hittu myndböndin flest vel í mark. Sérstaklega þar sem sveitungunum var boðið í nefið og þar sem snúið var útúr viðtali við Þórð Ingólfsson lækni.

Hins vegar virtist myndbandið um þorrablótsnefnd Suðurdala þar sem danskennsla fór fram á „gangnamannastæl“ (gangnam style) ekki fá jafn góðar viðtökur, enda sennilega fæstir vistmenn sem vita yfir höfuð um hvað það snýst.

silfurtun2013-3Flott framtak og vonandi verður gert meira af slíku fyrir vistmenn Silfurtúns í framtíðinni.