Gospel í Hjarðarholtskirkju

0
3620
Gospelmessa í Hjarðarholtskirkju 10.03.2013 - Efri röð: Sesselja Árnadótti Búðardal, Guðrún Andrea Einarsdóttir Búðardal, Linda Traustadóttir Fellssenda, Guðbjörg Björnsdóttir Sælingsdalstungu, Eggert Aðalsteinn Antonsson Búðardal, Jón Egill Jóhannsson Skerðingsstöðum.    Neðri röð: Jóhanna Sigrún Árnadóttir Búðardal, Ragnheiður Hulda Jónsdóttir Skerðingsstöðum, Bjargey Sigurðardóttir Skerðingsstöðum, Herdís Erna Gunnarsdóttir Búðardal, Skjöldur Orri Skjaldarson Búðardal, Ólafur Bragi Halldórsson Magnússkógum.  | Ljósm: Alexandra Rut Jónsdóttir Skerðingsstöðum
Gospelmessa í Hjarðarholtskirkju 10.03.2013 – Efri röð: Sesselja Árnadótti Búðardal, Guðrún Andrea Einarsdóttir Búðardal, Linda Traustadóttir Fellssenda, Guðbjörg Björnsdóttir Sælingsdalstungu, Eggert Aðalsteinn Antonsson Búðardal, Jón Egill Jóhannsson Skerðingsstöðum. Neðri röð: Jóhanna Sigrún Árnadóttir Búðardal, Ragnheiður Hulda Jónsdóttir Skerðingsstöðum, Bjargey Sigurðardóttir Skerðingsstöðum, Herdís Erna Gunnarsdóttir Búðardal, Skjöldur Orri Skjaldarson Búðardal, Ólafur Bragi Halldórsson Magnússkógum. | Ljósm: Alexandra Rut Jónsdóttir Skerðingsstöðum

Þann 10.mars síðastliðinn fór fram fyrsta gospelmessa sem haldin hefur verið í Hjarðarholtskirkju  en þar söng nýstofnaður gospelkór Dalaprestakalls ásamt hljómsveit.

Hjómsveitina skipa, Þorkell Cýrusson, Hilmar Óskarsson, Jónas Guðmundsson og Jóhann Ríkharðsson.

Gospelkórinn skipa. Efri röð: Sesselja Árnadótti Búðardal, Guðrún Andrea Einarsdóttir Búðardal, Linda Traustadóttir Fellssenda, Guðbjörg Björnsdóttir Sælingsdalstungu, Eggert Aðalsteinn Antonsson Búðardal, Jón Egill Jóhannsson Skerðingsstöðum.

Neðri röð: Jóhanna Sigrún Árnadóttir Stóra-Vatnshorni, Ragnheiður Hulda Jónsdóttir Skerðingsstöðum, Bjargey Sigurðardóttir Skerðingsstöðum, Herdís Erna Gunnarsdóttir Búðardal, Skjöldur Orri Skjaldarson Búðardal, Ólafur Bragi Halldórsson Magnússkógum.

Prestur var Sr.Anna Eiríksdóttir en Þorgrímur Guðbjartsson bóndi á Erpsstöðum flutti hugvekju eða reynslusögu.  Það var svo Þorkell Cýrusson sem stjórnaði bæði kór og hljómsveit.

Húsfyllir var í kirkjunni og góð stemning og var gerður góður rómur að gospelmessunni og má ætla að leikurinn verði endurtekinn fyrr en síðar.

Á meðfylgjandi myndbandi sem Búðardalur.is fékk sent frá Jóni og Bjargeyju á Skerðingsstöðum má sjá og heyra kórinn synga lagið Down by the Riverside. Myndbandið tók Alexandra Rut Jónsdóttir, Skerðingsstöðum.

Horfa má á myndbandið með því að smella hér,  eða horfa hér fyrir neðan.