„Ég er umvafin góðu fólki hérna“

0
2299

annaeiriksÁ dögunum heimsóttum við Sr.Önnu Eiríksdóttur sóknarprest Dalaprestakalls og tókum hana tali.

Anna tók formlega við starfi sóknarprests Dalaprestakalls þann 30.september 2012. (sjá frétt um málið).  Áður hafði Sr.Óskar Ingi Ingason verið sóknarprestur í Dölum í 17 ár. Óskar Ingi starfar í dag sem sóknarprestur í Ólafsvík á Snæfellsnesi.

Hér ræðir Þorgeir  Ástvaldsson stuttlega við Önnu þar sem hún segir sögu sína og ástæður þess að hún er nú sest að Í Búðardal sem sóknarprestur Dalamanna og hvað réði því að hún sótti um starfið þegar það var auglýst.

Hægt er að horfa á viðtalið hér fyrir neðan.