Karlakór Reykjavíkur með tónleika í Dalabúð

0
970

karlakorrvk2013Eldri félagar úr Karlakór Reykjavíkur ætla að halda tónleika í Dalabúð laugardaginn 6.apríl n.k. kl 16:00. Allir eru velkomnir og aðgangseyrir er enginn.

Þetta þaulreynda og síglaða hljómeyki eru allir vegir færir þegar sönglistin er annars vegar enda úr frábærum röddum að spila. Stjórnandinn er frábær- Friðrik Kristinsson.

Nýlega kom út diskur með lögum sem kórinn hefur sungið á umliðnum árum m.a. nokkur lög sem söngkvartettinn Leikbræður söng á sínum tíma og notið hafa mikilla vinsælda æ síðan.Rætur Leikbræðra liggja svo sannarlega í Dölum -þrír af fjórum eru bornir og barnfæddir Dalamenn.

Allir áttu þeir samleið með Karlakór Reykjavíkur um lengri eða skemmri tíma. Lengst af þeir Friðjón Þórðarson sýsulmaður og þingmaður Dalasýslu auk Ástvaldar Magnússonar frá Fremri-Brekku í Saurbæ sem var formaður Karlakórsins um nokkurra ára skeið. Bróðir hans Torfi var einnig í kórnum um árabli.

Hvetjum Dalamenn til að fjölmenna og fagna vori með þessum kátu söngfuglum sem eru aufúsugestir í Dölum.