Gaf peningagjöf í minningu Önnu Rúnar Jóhannesdóttur

0
1158
Guðmundur Rafnkell Gíslason og Anna Markrún Sæmundsdóttir | Ljósmynd af Facebooksíðu Krabbameinsfélags Austfjarða
Guðmundur Rafnkell Gíslason og Anna Markrún Sæmundsdóttir | Ljósmynd af Facebooksíðu Krabbameinsfélags Austfjarða
Guðmundur Rafnkell Gíslason og Anna Markrún Sæmundsdóttir | Ljósmynd af Facebooksíðu Krabbameinsfélags Austfjarða

Á dögunum fékk Krabbameinsfélag Austfjarða afhenta peningagjöf að upphæð 130.000 krónur sem var innkoma af brúðufatasýningu sem Anna Markrún Sæmundsdóttir í Hjarðarholti hélt í Neskaupsstað um páskana. Gjöf Önnu var gefin í minningu dótturdóttur hennar, Önnu Rúnar Jóhannesdóttur sem lést þann 7.maí 1989 þá 13 ára að aldri.

Sýning Önnu var sett upp með dyggri aðstoð Norðfirðinga en Nanna Baldursdóttir móðir Önnu Rúnar heitinnar er búsett þar. Á meðfylgjandi ljósmynd má sjá hvar Guðmundur Rafnkell Gíslason stjórnarmaður í félaginu veitir gjöfinni viðtöku frá listakonunni Önnu Markrúnu.
Anna Rún Jóhannesdóttir (4.ára) f.23.01.1976 - d.7.5.1989  | Ljósmynd frá Nönnu BaldursdótturEinnig fylgja tvær ljósmyndir af Önnu Rún Jónannesdóttur. Sú fyrri er tekin þegar hún er 4 ára en sú síðari er tekin af þeim mæðgum í apríl 1989 stuttu fyrir andlát Önnu Rúnar og áður en þær héldu til Boston.

Anna Rún var falleg sál sem glíma þurfti við erfið veikindi allt sitt líf en hún var þó alltaf bjartsýn og jákvæð. Hún þurfti sökum veikinda sinna að dvelja mikið á Landspítalanum en henni leið þó alltaf best heima í Búðardal og hjá ömmu sinni og afa í Hjarðarholti.

Anna Rún Jóhannesdóttir (4.ára) f.23.01.1976 - d.7.5.1989  | Ljósmynd frá Nönnu Baldursdóttur
Anna Rún Jóhannesdóttir (4.ára) f.23.01.1976 – d.7.5.1989 | Ljósmynd frá Nönnu Baldursdóttur

Falleg minnig um fallega sál lifir með þeim sem voru svo ríkir að hafa þekkt Önnu Rún.