„Það er vilji til þess að búa í sveitum landsins“

0
2036

asmundur2013Alþingismaðurinn og Dalabóndinn Ásmundur Einar Daðason er á þönum þessa dagana um norðvesturkjördæmi ásamt flokkssystkynum sínum í þeim tilgangi að hitta kjósendur. Með mikilli lægni náðum við að króa Ásmund af í stutta stund og taka hann tali.

Í viðtali okkar við Ásmund Einar segist hann meðal annars finna það á jafnöldrum sínum að það sé vilji til þess að búa í sveitum landsins og enginn sérstakur vilji sé til þess að búa á höfuðborgarsvæðinu.

Fólk þurfi hins vegar að hafa í sig og á og það verði að vera ákveðin grunnþjónusta á svæðunum bæði þegar kemur að skólum og menntun, fjarskiptum, samgöngum og öðru.  Ásmundur segist þess fullviss að skilningur manna sé að aukast á þessu.

Horfa má á viðtalið við Ásmund hér fyrir neðan eða með því að smella hér.

Þá mun viðtalið verða aðgengilegt undir flipanum Dal-varpið hér á síðunni.