Dýpkun Búðardalshafnar

0
1688
Ljósmynd: Steinunn Matthíasdóttir

budardalshofn2013Þessa dagana er unnið að dýpkun hafnarinnar í Búðardal en byggðarráð Dalabyggðar samþykkti árið 2012 að farið yrði í framkvæmdirnar.

Fram kemur á vef Dalabyggðar að Siglingastofnun hafi áætlað kostnað við dýpkunina og greiðir Siglingastofnun 75% af þeim kostnaði en Dalabyggð 25%.

Það er Gilbert H.Elísson gröfumaður í Búðardal sem sér um verkið en honum til aðstoðar er Brynjólfur V.Smárason sem rekur fyrirtækið Verklok á Reykhólum.

Meðfylgjandi ljósmyndir tók Steinunn Matthíasdóttir í dag þegar hún átti leið framhjá höfninni.

Einnig ljósmyndir hér fyrir neðan sem Birgir Óskarsson tók af framkvæmdunum.