Ók á ljósastaur í Búðardal

0
1079

okaljosastauribudardalÖkumaður missti stjórn á bifreið sinni um hádegisbil í dag er hann ók inn í Búðardal að sunnanverðu á móts við Mjólkurstöðina.

Ökumann sakaði ekki en bifreiðin er talsvert skemmd og einnig ljósastaurinn. Töluvert hefur snjóað í Búðardal í dag en að sögn heimildarmanns var um 15 sentimetra jafnfallinn snjór í Búðardal í dag.

Af þessum sökum skapaðist mikil hálka á götum sem hefur að öllum líkindum verið orsakavaldur í þessu óhappi ásamt því að um ungan og óreyndan ökumann var að ræða samkvæmt heimildarmanni Búðardalur.is

Búðardalur.is biður unga sem aldna ökumenn að fara nú varlega í umferðinni og taka tillit til náungans.

Góða helgi.