Syngur í stærsta óperuhúsi Hollands

0
2095

Screen Shot 2016-01-07 at 23.20.29Elmar Þór Gilbertsson er einn af þessum duglegu Dalamönnum sem er að gera það gott úti í hinum stóra heimi. Elmar Þór er borinn og barnfæddur Dalamaður en býr nú í Hollandi þar sem hann syngur í stærsta óperuhúsi Hollands, De Nederlandse Opera sem staðsett er í Amsterdam.

Þar hefur honum gengið vel og meðal annars verið ráðinn þar í uppfærslu árið 2015. Elmari hefur einnig verið boðið að taka þátt í einni af stærstu óperuhátíðum í Evrópu, það er til Aix-en-provance í Frakklandi.

Þar mun Elmar syngja töfraflautuna í júlí 2014. En þangað til segist Elmar hafa nóg að gera í smærri verkefnum í Hollandi og meðal annars í Maastricht.

Í viðtalinu sem við tókum við Elmar segir hann meðal annars frá æskudögunum í Dölunum og að hann hafi alltaf verið látinn syngja í bílskúrsböndunum í Búðardal þegar hann bjó þar. Einnig segir Elmar frá því sem á daga hans hefur drifið frá því hann flutti úr Dölum á vit nýrra ævintýra. Viðtalið við Elmar má horfa á hér fyrir neðan og einnig á Dal-varpinu.

Búðardalur.is óskar Elmari góðs gengis í hans störfum í framtíðinni.