Vestfjarðavegur (60) lokaður um óákveðin tíma í Kjálkafirði

0
1005

storaurskrida2013Stór aurskriða féll á Vestfjarðaveg nr.60 í Kjálkafirði um miðjan dag og er því vegurinn þar lokaður. Að sögn Sæmundar Kristjánssonar yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni í Búðardal varð ein vinnuvél  fyrir skriðunni en ekki munu hafa orðið slys á mönnum.

Að sögn Sæmundar er um gríðarlegt magn af jarðvegi að ræða og því mun taka nokkuð langan tíma að opna veginn að nýju. Vestfjarðavegur í Kjálkafirði mun því verða lokaður um óákveðin tíma.

Verktakafyrirtækið Suðurverk er við framkvæmdir í Kjálkafirði og má rekja skriðuna til efnistöku úr hlíðinni þar sem hún féll. Einhverjar skemmdir munu hafa orðið á vinnuvélum vegna skriðunnar.

Vegfarendum er bent á að fylgjast með framvindu mála í upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777.