Kosningar í Dölum

0
1751
Stjórnsýsluhúsið í Búðardal. Kosningadagur 27.apríl 2013 / Ljósmynd: Steina Matt

stjornsysluhus2013Dalamenn líkt og aðrir landsmenn ganga til Alþingiskosninga í dag en kjörfundur fer nú fram í Héraðsbókasafni Dalabyggðar í stjórnsýsluhúsinu við Miðbraut 11 í Búðardal.

Kjörfundur hófst klukkan 10:00 í morgun en honum verður slitið stundvíslega klukkan 20:00 í kvöld.

Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar á kjörstað nú laust eftir hádegi. Einhverjir munu hafa ætlað ríðandi á kjörstað en ekki hafa borist ljósmyndir af því.

Þeir sem eiga eftir að fara á kjörstað eru hvattir til að nýta þennan mikilvæga rétt sem þeir hafa og eru í leiðinni minntir á að taka með sér löggild persónuskilríki.

Allar frekari upplýsingar um kosningarnar má finna á kosningavef Innanríkisráðuneytisins.