„Brjóstvitið hefur alltaf bjargað mér“ Viðtal við Hjalta Þórðarson

0
2751

Screen Shot 2016-01-08 at 02.14.19Fyrir stuttu heimsóttum við Hjalta Þórðarson fyrrverandi bónda á Hróðnýjarstöðum í Laxárdal og tókum hann tali og spjölluðum við hann um ævi hans í Dölum, upprunann og vísurnar.

Hjalti og eiginkona hans Inga Guðbrandsdóttir tóku á móti okkur sem höfðingjar væru á ferð á heimili þeirra í Búðardal. Hjalti er Þingeyingur í báðar ættir, en foreldrar hans bjuggu að Hléskógum í Höfðahverfi en Inga er frá Lækjarskógi í Dalasýslu.

Hjalti og Inga hófu búskap sinn í Hjarðarholti árið 1949 en fluttu að Hróðnýjarstöðum árið 1967 og létu síðan af búskap á Hróðnýjarstöðum árið 1999 eða eftir 50 ára búskaparstörf og fluttust þá í Búðardal.

Horfa má á viðtalið við Hjalta hér fyrir neðan og einnig á Dal-varpinu hér á síðunni.

Athugið að hægt er að horfa á viðtalið í betri gæðum með því að smella á „HD“ hnappinn neðst í hægra horninu á myndbandinu.